Birt: 10. mars, 2023 Birt af: logi Athugasemdir: 0

Pælingar um skrifræði, stjórnun og traust.

Við það að lesa þriðja kaflann í bók þeirra Hoy og Miskel þar sem þeir fjalla m.a. um kenningar Weber um skrifræði þá velti ég fyrir mér hvar gæti ég séð þessar hugmyndir um skýra valdaröðun, nákvæma verkaskiptingu og virðingu sem byggir á valdboði og refsingu. Það fyrsta sem kom upp í hugann og gæti fallið undir svona ýktar hugmyndir á þessari línu var her. Stundum rekst maður á fólk…

Birt: 8. febrúar, 2023 Birt af: logi Athugasemdir: 0

Þetta reddast, eða er það ekki?

Á hverjum degi eru kennarar og skólar að þróa starf sitt með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á nám nemenda sinna. Þróun þessi er misjöfn að umfangi eins og gefur að skilja þar sem oft er farið í skrefum á meðan annars eru tekin stór stökk. Til marks um þá grósku sem finna má í skólum landsins hvað þetta varðar ætti að nægja sem dæmi að benda á…

Birt: 18. desember, 2022 Birt af: logi Athugasemdir: 0

Pælingar um stjórnun 5 – Ástríða fyrir starfinu

Hér var verkefnið í umræðuhópnum sem ég var í að skoða kafla í bók eftir Michael Fullan sem heitir Indelible leadership. Við tókum fyrir fyrsta kaflann sem heitir Moral imperative and uplifting leadership. Í fyrra innleggi mínu í umræðunum Það er einhvern vegin þannig að sumir höfundar sem skrifa um menntamál vekja hjá manni sterkari tilfinningar en aðrir og það á heldur betur við þennan kafla hans Michael Fullan. Eldmóður…

Birt: 15. desember, 2022 Birt af: logi Athugasemdir: 0

Pælingar um stjórnun 4 – Siðferðileg vandamál stjórnenda.

Í umræðum á námskeiðinu stjórnun og forysta þar sem við höfðum verið að skoða siðferðileg vandamál stjórnenda komu upp vangaveltur í hópnum um það þegar við erum að vinna með fólki sem er okkur náið. Við það tækifæri fór ég aðeins að velta fyrir mér hvernig er að vera stjórnandi þar sem eru mikil tengsl milli starfsmanna og þá milli stjórnenda og annarra starfsmanna. Þá fletti ég aðeins aftur í…

Birt: 15. desember, 2022 Birt af: logi Athugasemdir: 0

Pælingar um stjórnun 3 – Þarfir

Í þetta skiptið var ég að lesa kafla 2 í bókinni Introduction to the principalship – Theory to practice eftir Leslie S. Kaplan og William A. Owings. Það sem mér þótti áhugaverðast í kaflanum var hvernig stjórnendur skóla þurfa að vera með puttan á púlsinum varðandi það hvað fær hvern og einn starfsmann til að tikka í starfi. Það er að segja hvað starfsmaðurinn vill fá út úr starfinu eða…

Birt: 4. nóvember, 2022 Birt af: logi Athugasemdir: 0

Lestrardagbók 4

Í greininni Next generation mentoring: Supporting teachers beyond induction eftir þau Sherri Bressman, Jeffrey S. Winter og Sara Efrat Efron fara höfundar hennar yfir rannsókn sem tekur til þarfa reyndra kennara þegar kemur að leiðsögn í starfi. Í greininni sem byggir á eigindlegri rannsókn, skoða þau sýn 20 reyndra kennara á faglega þróun sína og hugarfar þeirra til þess að njóta leiðsagnar. Höfundar taka fram (2017. bls. 162) að það…

Birt: 19. október, 2022 Birt af: logi Athugasemdir: 0

Lestrardagbók 3

Greinin Gaining fluency: Five practices that mediate effective co-teaching between pre-service and mentor teachers eftir þau Maris Thompson og Alfred Schademan fjallar um nokkuð áhugaverða rannsókn þar sem skoðuð var ný nálgun við vettvangsnám kennaranema. Vettvangsnámið sem er hluti af kennaramenntun í háskóla í norður Kaliforníu og stendur yfir í eitt ár, fer þannig fram að vettvangsnemi og móttökukennari vinna í teymi sem jafningjar. Þannig vinna báðir aðilar saman að…

Birt: 14. október, 2022 Birt af: logi Athugasemdir: 0

Hugmynd að verkefni

Á námskeiðinu upplýsingatækni í menntun og skólaþróun þá fengum við það verkefni að setja fram hugmyndir um nýtingu á upplýsingatækni í námi og kennslu. Við unnum þetta verkefni í hópum þar sem hver aðili í hópnum setti fram sína hugmynd. Hér fyrir neðan set ég verkefnið sem ég lagði til og er reyndar verkefni sem ég hef nokkuð oft keyrt með nemendum í 10. bekk. Verkefnalýsingin hefur einnig verið sett…

Birt: 22. september, 2022 Birt af: logi Athugasemdir: 0

Lestrardagbók 2

Í greininni Leiðsögn – Leið til starfsþroska leggja höfundar, María Steingrímsdóttir og Anna Þóra Baldursdóttir út frá rannsókn þeirrar fyrrnefndu. Í rannsókninni fylgdist hún með nýbrautskráðum grunnskólakennurum á fyrsta starfsári en í greininni er einkum horft á starfsleiðsögn frá sjónarhóli leiðsagnarkennara og þeim áhrifum sem það að taka að sér starfsleiðsögn hefur á þeirra starfsþroska. Til að kanna þetta voru tekin einstaklingsviðtöl við 15 vana leiðsagnarkennara og þannig skoðað hvaða…

Birt: 22. september, 2022 Birt af: logi Athugasemdir: 0

Pælingar um stjórnun 2 – Uplifting leadership

Þegar ég las yfir umræðuna í hópnum okkar í áfanganum stjórnun og forysta þá fannst mér athyglisvert að sjá að allir sem lýstu jákvæðri reynslu úr starfi voru að því er mér sýndist að segja frá svipuðum hlutum. Þá bæði í fari stjórnenda og í andrúmsloftinu á hverjum vinnustað fyrir sig sem er svo eitthvað sem ég út frá minni reynslu tengi mjög sterkt við líka. Ef ég dreg þetta…