Pælingar um skrifræði, stjórnun og traust.
Við það að lesa þriðja kaflann í bók þeirra Hoy og Miskel þar sem þeir fjalla m.a. um kenningar Weber um skrifræði þá velti ég fyrir mér hvar gæti ég séð þessar hugmyndir um skýra valdaröðun, nákvæma verkaskiptingu og virðingu sem byggir á valdboði og refsingu. Það fyrsta sem kom upp í hugann og gæti fallið undir svona ýktar hugmyndir á þessari línu var her. Stundum rekst maður á fólk…