Birt: 16. september, 2022 Birt af: logi Athugasemdir: 0

Aðeins af stafrænu læsi

Fyrir nokkrum árum þegar ég var að krafla mig í gegnum 1. ár kennaranámsins þá var því mikið haldið á lofti að „allir kennarar væru Íslenskukennarar“. Þetta á líklega alveg jafn mikið við nú og þá og er jafnvel enn mikilvægara í þeim stafræna heimi sem við búum í. Það er hins vegar ekki nóg í þessum stafræna heimi því ég vil meina að allir kennarar þurfa líka að vera…

Birt: 14. september, 2022 Birt af: logi Athugasemdir: 0

Aðeins af oddum í skólastarfi

Í faginu upplýsingatæki í menntun og skólaþróun fengum við það verkefni að skoða ýmis hugtök, hugmyndaramma og kenningar og áttum við svo að velja úr súpunni og koma með dæmi um áhugaverða hluti, útskýra og finna áhugaverðar greinar sem tengjast efninu. Hér fyrir neðan koma mínar pælingar um odda og frumkvöðla í skólastarfi. Þegar ég skoðaði námskeiðssíðuna um hugtök, hugmyndaramma og kenningar þá ákvað ég að gera það útfrá þeirri…

Birt: 13. september, 2022 Birt af: logi Athugasemdir: 0

Pælingar um stjórnun 1 – Uplifting leadership

Í námskeiðinu stjórnun og forysta fengum við það verkefni að lesa og ræða inngangskaflann í bókinni Uplifting Leadership eftir Hargreaves, Boyle og Harris. Ég set hér fyrir neðan mínar fyrri pælingar úr því spjalli en breyti aðeins færslunni til að taka út nöfn samnemenda og ef til vill laga samhengi. Uplift, eins og því er lýst í inngangskafla úr bókinni Uplifting leadership, er nokkuð örugglega hjartslátturinn í áhrifaríkri forystu. Ef…

Birt: 13. september, 2022 Birt af: logi Athugasemdir: 0

Lestrardagbók 1

Ég las greinina A closer look at the role of mentor teachers in shaping preservice teachers’ professional identity eftir Mahsa Izadinia en í henni er fjallað um rannsókn sem hún gerði á þeim áhrifum sem móttökukennarar geta haft á faglega sjálfsmynd kennaranema á vettvangi. Í inngangi greinarinnar vísar hún í heimildir sem bendi til þess að jákvæð reynsla kennaranema ýti undir að sömu nemar haldist í kennslu að loknu námi…

Birt: 13. september, 2022 Birt af: logi Athugasemdir: 0

Fyrsta verkefni

Fyrsta verkefnið sem eitthvað kvað að var í faginu upplýsingatækni í menntun og skólaþróun, var umræðuverkefni og gekk út á starfssamfélög, stafræn kjörlendi og tækifæri til að deila reynslu. Þurfti eiginlega að skrifa færsluna tvisvar þar sem ég var ekki nógu ánægður með hvað ég hafði skrifað í þeirri fyrri en ég læt þær báðar flakka hér fyrir neðan. Aðeins af lærdómssamfélögum á netinu Það er svolítið athyglisvert að skoða…