​​Logi heiti ég og hef verið kennari að mestu síðan ég útskrifaðist með B.ed. frá kennó 2005 ásamt því að sinna ýmsum verkefnum innan skólans. Ferillinn er nokkurn vegin, kennari svo kennari og tölvuumsjónarmaður svo kennari og verkefnastjóri tölvumála. Þegar hér var komið þá tók ég rúm tvö ár þar sem ég fór út úr kennslu þegar ég tók við starfi tæknistjóra spjaldtölvuverkefnis grunnskólanna í Kópavogi.
Þegar ég hafði fengið nóg af því að fikta í spjaldtölvum ákvað ég að snúa aftur í kennslu en var plataður til að taka að mér deildarstjórn á unglingastigi í Salaskóla sem ég hef sinnt undanfarin 2 ár. Ég er núna í framhaldsnámi í stjórnun menntastofnanna og var svo heppinn að fá til þess árs námsleyfi og þar er ég kominn niður á tilgang þessarar síðu. Ég hef hug á því að setja hingað inn flest allt það sem ég er að gera sem tengist náminu. Hvað ég er að lesa, verkefni tengd því og ýmsar pælingar og hver veit, kannski bara les þetta einhver, aldrei að vita.